Lög félagsins
- Forsvarsmenn okkar eru stjórnendur sem hafa sameiginleg markmið okkar í fyrirrúmi.
- SAOF má ljá öðrum samtökum nafn sitt svo lengi sem um sameiginlegan málstað sé um að ræða.
- Félagsmenn í SAOF eru einungis áhugamenn og SAOF má ekki safna fjármunum eða lausafé öðruvísi en með innbyrðis samskotum eða söfnunum og styrkjum sem eingöngu þjóna okkar markmiðum.
- SAOF má ekki taka afstöðu til annarra mála en sinna eigin og nafni okkar skal haldið utan við deilur og dægurþras og afstaða okkar útávið byggist á aðlögun ekki áróðri.
- Hverjum félagsmanni er heimilt að bera fram hugmynd á félagsfundum, heimasíðu og/eða við stjórnina og í framhaldi af því verða þær teknar til lýðræðislegrar umræðu og kosningu.
- SAOF félagsmenn geta boðið sig fram í hvaða verkefni er á vegum SAOF, telji þeir sig hæfan til að takast á við málefnið og stjórn og félagsmenn félagsins sé því samþykk og telji það þjóna markmiðum félagsins.
- Meðlimir SAOF skulu ávallt sýna hvor öðrum virðingu og vinna að markmiðum félagsins með vinsemd og kærleik að leiðarljósi.
- Það sem kemur inn á borð SAOF er bundið fullum trúnaði og nafnleynd heitið.