Tilgangur og markmið samtakanna

  • Fylgjumst með

Samtökin fylgjast náið með málefnum sem snerta fíknisjúka og aðstandendur þeirra, með það að markmiði að greina hvað má bæta og benda stjórnsýslunni á nauðsynlegar úrbætur.

  • Erum til staðar

Öllum er velkomið að hafa samband við okkur ef spurningar vakna. Við höfum víðtæka þekkingu á þeim úrræðum sem standa fíknisjúkum og aðstandendum þeirra til boða. Við reynum af fremsta megni að leiðbeina fólki, hlusta og vera til staðar.

  • Látum í okkur heyra

Við erum þrýstihópur sem skrifar greinar í fjölmiðla, tekur þátt í viðtölum og leitar eftir fundum með stjórnvöldum. Jafnframt hefur og getur stjórnsýslan leitað eftir áliti okkar þegar svo ber undir.

  • Berum það áfram

Með okkar reynslu getum við bent á rétta aðila og vísað fólki áfram, hvort sem um er að ræða geðheilbrigðiskerfið, barnavernd, fangelsismál, eða stuðning innan AA og Al-Anon. Við tökum þó ekki að okkur einstaka mál sjálf, heldur miðlum reynslu og þekkingu og beinum fólki á rétta staði.

Fréttir

Mótmæli

Vegna mótmæla okkar þann 9. desember 2023, hóf Ríkisendurskoðun hraðaúttekt á[…]

AA fundir fyrir ungmenni

Við höfum komið á fót AA-fundum fyrir ungmenni á aldrinum 13–18[…]

Minningardagur

Samtök Aðstandenda og Fíknisjúkra settu á fót árlegan minningardag til að[…]

Stofnfundur SAOF var haldinn þann 25. febrúar 2024

Tenglar á hliðstæð samtök

Stjórn SAOF

Stjórnarmeðlimir komu að stofnun SAOF og sitja fyrsta starfsárið

Þröstur Ólafsson

Meðstjórnandi (starfandi framkvæmdarstjóri)

Dagbjört Ósk Steindórsdóttir

Stjórnarformaður

Jón K. Jacobsen

Vara- stjórnarformaður

Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson

Gjaldkeri

Daði Georgsson

Ritari

Harpa Hildiberg

Trúnaðarmaður

Styrktarreikningur:
Kt: 680224-0720
Reikningsnúmer: 0133-26-017020