Tilgangur og markmið samtakanna
Samtökin fylgjast náið með málefnum sem snerta fíknisjúka og aðstandendur þeirra, með það að markmiði að greina hvað má bæta og benda stjórnsýslunni á nauðsynlegar úrbætur.
Öllum er velkomið að hafa samband við okkur ef spurningar vakna. Við höfum víðtæka þekkingu á þeim úrræðum sem standa fíknisjúkum og aðstandendum þeirra til boða. Við reynum af fremsta megni að leiðbeina fólki, hlusta og vera til staðar.
Við erum þrýstihópur sem skrifar greinar í fjölmiðla, tekur þátt í viðtölum og leitar eftir fundum með stjórnvöldum. Jafnframt hefur og getur stjórnsýslan leitað eftir áliti okkar þegar svo ber undir.
Með okkar reynslu getum við bent á rétta aðila og vísað fólki áfram, hvort sem um er að ræða geðheilbrigðiskerfið, barnavernd, fangelsismál, eða stuðning innan AA og Al-Anon. Við tökum þó ekki að okkur einstaka mál sjálf, heldur miðlum reynslu og þekkingu og beinum fólki á rétta staði.
Fréttir

Mótmæli
Vegna mótmæla okkar þann 9. desember 2023, hóf Ríkisendurskoðun hraðaúttekt á[…]

AA fundir fyrir ungmenni
Við höfum komið á fót AA-fundum fyrir ungmenni á aldrinum 13–18[…]

Minningardagur
Samtök Aðstandenda og Fíknisjúkra settu á fót árlegan minningardag til að[…]
Stofnfundur SAOF var haldinn þann 25. febrúar 2024
Stjórn SAOF
Stjórnarmeðlimir komu að stofnun SAOF og sitja fyrsta starfsárið

Þröstur Ólafsson
Framkvæmdarstjóri

Dagbjört Ósk Steindórsdóttir
Formaður

Jón K. Jacobsen
Varaformaður

Anna Steindórsdóttir
Trúnaðarmaður

Daði Georgsson
Meðstjórnandi
Styrktarreikningur:
Kt: 680224-0720
Reikningsnúmer: 0133-26-017020